Yfir jöklana þrjá

Þegar við félagarnir ólumst upp, rákumst við stundum á gamlar ljósmyndir úr ferðalögum feðra okkar og fengum oft að heyra spennandi sögur af afrekum þeirra. Hvort þeir færðu söguna örlítið í stílinn skipti engu, því sagan varð bara betri fyrir vikið. Síðastliðin ár þegar við frændur og félagar höfum hitts var oft rætt um að ganga á skíðum yfir þrjá stærstu jökla Íslands, Vatnajökul, Hofsjökul og Langjökul. Alltaf var haft á orði hversu mikið afrek það var að ganga þvert yfir Ísland fyrir 40 árum með þann útbúnað sem í boði var á þeim tíma. Þá voru enginn GPS-leiðsögutæki, einungis landakort og áttaviti. Þetta var einnig fyrir daga Gore-tex, Soft- shell, hard-shell, Windstopper og annarra sérhæfðra gerviefna.

Í ár eru 40 ár síðan leiðangur sex félaga úr Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík var farinn á gönguskíðum þvert yfir hálendi Íslands að vetri til. Þeir sem tóku þátt í þeim leiðangri voru: Rúnar Nordquist, Þorsteinn Guðbjörnsson, Arngrímur Hermansson, Hjalti Sigurðsson, Jóhannes Ellert Guðlaugsson og Þór Ægisson. Langar okkur félagana til að heiðra minningu þessara frumkvöðla með þvi að þvera landið yfir jöklana þrjá. leiðin

 

 

Posted on febrúar 1, 2016, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: