Púlkusmíði

Hér kemur smá póstur um púlkusmíði sem kannski nýtist einhverjum í framtíðinni.

Jæja, þá er púlkan hjá mér loksins tilbúin fyrir ferðina. Markmiðið með þessari púlku var að hafa hana einfalda og ódýra. Þrír af okkur keyptum ódýrar plast skeljar og byggðum síðan ofan á þær til að gera þær aðeins sterkari. Þar sem ég átti dráttarbeisli ákvað ég að festa dráttarkróka fremst. Setti síðan plastmeiða undir. Síðan saumaði ég seglið og festi með állistum. Allt á púlkunni er fest saman með álhnoð-nöglum. Ég ákvað að hafa op fremst á seglinum til að komast fljótt í nesti og búnað yfir daginn. Auka stafir í ferðinni fara í falsinn efst í seglinu og svo þeim rúllað saman til að loka. Til að halda öllu á sýnum stað festi ég teyjur á hliðarnar með einföldum trélásum. Aftast setti ég tvö augu sem notast aðeins þegar gengið er í línu á jökli. Síðan er fremst mjög einföld hnútabremsa sem hægt er að leggja út ef púlkan er mikið að ýta á mann niður brattar brekkur.

Mestur tíminn fór í sniðið á seglinu og saumaskapinn og læra á saumavélina. Eftir allnokkur kvöld tókst að koma þessu saman og ég er bara nokkuð ánægður með árangurinn.

Heildarþyngd 4,5 kg

Efni:

 • Paris pulk
 • Fjellpulken dráttarkrókar
 • Álplata fremst (3 mm)
 • Fjellpulken plastmeiðar (fyrirfram snittaðir)
 • Álrenningur (2,5 cm breiður)
 • Segl úr Bevernylon efni (3m)
 • Tvö augu aftast, skinnur og boltar (M6)
 • Hnoðnaglar ál (aðallega 4mm)
 • Hnoðnagla skinnur aðeins í botni (til að tryggja að meiðarnir sitja fastir).
 • Þunn frauðplastdýna í botni
 • Teygja 6mm
 • Tréfestur (15 cm langar, þvermál 2 cm)
 • 4 kósar
 • Prússikk (3mm)
 • Franskur-rennilás
 • Afgangslínubútur í bremsu og 2 karabínur

Ritað af Hallgrími

 

Posted on mars 4, 2016, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: