Grímsfjall- Köldukvíslarjökull

Screen shot 2016-03-25 at 2.10.28 PMTrakkið sýnir þá félaga yfirgefa skálann á Grímsfjalli kl 10:10. Ef 27 tíma hvíld. Það má ekki minna vera eftir það sem er á undan gengið.Markmiðið er að klára Vatnajökulinn næstu 2 daga. Þetta eru í beinni göngulínu eitthvað um 45 km.
Góð dagleið er þetta 20-30 km með þessa þyngd sem þeir eru með . Allt um fram það er rosa gott, en kemur oftast niður á næsta degi.
Núna kl 12:00 eru þeir við Svíahnjúk vestari búnir með 4 km á 2 tímum. Fljótlega taka þeir 2 beygjur í Norð Austur.
Þá þurfa þeir að skauta fram hjá Kötlunum, en hafa Kerlinguna og Hamarinn sem þeir sjá fljótlega vestur af.
Allt er þetta í 15-1600 metra hæð. En eftir 30 km eru þeir í 1500 metrum, og byrja að lækka sig niður Köldukvísarjökulinn. Þá verða þeir mjög hamingjusamir.
Seint í gær heyrði ég í þeim og þeir vildu lítið gefa upp um nánara ástand á mannskappnum, en fannst sem einhverjir væru að glíma við fótasæri. Þó þeir hefðu viljað hvíla meira, þá ætla þeir ekki að láta þessa veðurspá líða frá sér.
Í 1500 metra hæð þá má ætla að ef frostmark er við sjávarmál þá fellur hitastig um c.a. 0,8 fyrir hverjar 100 hækkun. Þannig er frostið sennilega hjá þeim um – 12

Arngrímur Hermannsson
addi

Posted on mars 25, 2016, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: