Dagur 10. Tjaldbúðir á jökli. 27. mars

Tjaldbúðir á jökli í gær og í dag. Veðurdagur.

Dagur 10. 27. mars, 20m/sek, NA snjókoma, skyggi ekkert. Höldum kyrru fyrir í 1363 metra hæð.
5. nóttin í tjaldi á Vatnajökli og 6. nóttin framundan.

Dæmi gerð tjaldbúðarvinna:
Hætta að ganga áður en það kemur alveg myrkur og menn verða að eiga orku eftir til að gera góðar tjaldbúðir.Fara af skíðum strax í snjósokka, til að fætur kólni ekki.
Stinga skíðum og stöfum strax í snjóinn. Allt sem lagt er frá sér hverfur í snjóinn á stuttri stund. Allir fara í það að koma tjaldhimninum upp, því það ríður mest á því að byrja að bræða snjó. Eftir svona dag þarf að minnsta kosti 2 lítar á mann og til að elda.

Tveir eru því að undirbúa matinn og eldhústjaldið. Áður en það er tekið fram er sett í það líflína og festa, svo vindurinn taki það ekki út í buskann. Mokað er upp úr miðju gólfinu þannig að hægt er að sitja á móti hverjum öðrum við að matast.
Tveir byrja strax að gera skjólvegg. Alltaf skal gera skjólvegg, því enginn nennir eða hefur orku í að fara á fætur um miðja nótt til að halda niðri tjaldinu. Þess vegna þarf að skera snjóblokkir með skóflu eða íssöginni. Veggurinn verður að vera 1,5 m hár. 8 metra langur og í 5-6 metra fjarlægð frá tjöldum, að sjálfsögðu í vindáttarstefnu. Þetta er mikil vinna en borgar sig alltaf á endanum. Snjókögla þarf að setja á allar snjóskarir. Síðan er hinu tjaldinu tjaldað og matur fljótlega tilbúin upp úr því.
Þegar menn hætta að hreyfa sig, þá verður að bæta á sig fötum. Opna þarf þotuna án þess að allt fyllist af snjó og vera fljótir að ná í það sem þarf.

Þegar verið er í skafrenningi að vinna í þessu, eru allir með snjógleraugu, en þetta hindra oft sýn og menn eru að detta um stögin á tjöldunum og hætt við að lenda á skíði sem er notað sem stag og brjóta það.

Nú er ánægulegasti tími dagsins. Allir sitja saman og kokkurinn skammtar mjög svo jafnt af matnum á millir allra. Allir eru óseðjandi. Búið að reikna út kalóríu þörf og ekki er neitt umfram það í boði 😦 Mikið þarf að drekka og drekka. Fljótlega koma menn sér fyrir í hinu tjaldinu og eldhústjaldinu er breytt í svefntjald. Muna að pissa áður, og allir á sama stað svo ekki verður misskilningur. Pissuflöskur eru teknar með í svefnpokann. Ganga þarf þannig frá skóm að þeir séu vel opnir, því þeir frjósa eða sumir taka þá með í svefnpokann.
Nú verður innra tjaldið að lofta, svo að rakinn komist út. Annars hrímar tjaldið og fer að snjóa ofan á svefnpokana. Ekki má skafa inn í ytra tjaldið. Sumir eru með poka utan um svefnpokann til að varna þessu, en það getur heft öndun svefnpokans sem verður þá rakur. Alltaf það sama að ekkert má blotna. Sumt er því pakkað í plast og aftur í plast svo alltaf sé til eitthvað þurrtt. Ganga þarf frá öllum búnaði þannig að hann hverfi ekki undir snjó yfir nóttina. Þetta tekur 3-4 klst.

Gott er að komast í poka og allir sofna strax gjörsamlega uppgefnir, en vitandi að vera í góðu öryggi yfir nóttina.

Næsta morgun er það það fyrsta að koma snjóbræðslunni í gang. þannig að það lendir á þeim sem eru í eldhústjaldinu að byrja. Þá er mjög svo þunnur hafragrautur með miklum púðursykri oft uppistaðan. Mikið te eða kako, brauð og pylsur, hrökkbrauð.
Hita þarf á alla kaffibrúsa heitt vatn til að nota yfir daginn og gera lunch pakka. Þá þarf að pakka öllu vel og í réttri röð. Þetta tekur alldrei minna en 2- 3 klst.

Framundan á morgun er: 10km niður á jökulrönd norður fyrir Köldukvísl, vonandi lokuð svona ofalega eða 16 km að hverunum í Vonarskarið sem er gott kennileiti, passa að missa ekki hæð, og síðan að beyja inn í gilkjaftinn á Nýjadal (jökuldal) + 12 km í skála. Dagleiðinn í skálan gæti orðið 28 km. Til vara að fara upp á suðuröxlina á dalnum.

Arngrímur Hermannsson
Addi

ICE Ltd / ICE 8X8 ehf.
ice
Alftaland 17
Reykjavik
Iceland
Tel: +354 893 5500
www.adventure.is
facebook: ice explorer

Posted on mars 27, 2016, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: