Dagur 11. 28. mars 2016. Vatnajökull – Vonarskarð – Nýidalur

Dagur 11. 28. mars. Vatnajökull – Vonarskarð – Nýidalur.

Nú er að hitta rétt niður í Vonarskarð. 10 km leið. Fyrir ofan Köldukvísl vonandi frosin.
Mikilvægt að halda hæðinni til að létta okkur að komast í gilinn innst í Nýjadal og síðan í skálann. 28 km. Það er slatti í dag.
Þurfum að hafa skyggni til að komast það.
Vonandi þurfum við ekki að klöngrast yfir Skrauta og “Ógöngur”.

Dæmigerður dagur á göngu.

Þegar morgunverkin eru búin eru vonandi allir tilbúnir á sama tíma, helst ekki seinna en 9:30.
Menn eru vel klæddir en vita það að við fyrstu skiptingu er stoppað til að fækka fötum, þá ætti rétta hitastiginu að vera náð.
Mikivægt er að allir geri það í einu.
Ef síðasti stoppar einn og tapar 50- 60 skrefum getur það tekið 30 mín og mikla orku að ná hópnum aftur.
Allir stoppa í einu og halda hópinn.
Skipting er oft þannig að: Fyrsti maður gengur fyrstur og riður og þjappar snjó í 30 mín, þá er kallað “skipta“ og hann stoppar og lætur hópinn ganga fram hjá. Þar með orðinn aftastur, svo koll af kolli.
Ef skyggni er slæmt verða allir að stýra fyrsta manni. Aftasti maður á bestan mögulega á að stýra, horfir eftir línunni og hrópar “vinstri” “hægri” “beint” ef verið væri að rétta fremsta mann af. Allir taka þátt í þessu til að halda leiðinni sem beinastri.
GPS tækin eru svo til staðfestu á að allt er rétt gert. Þar er búið að setja leiðarpunktana inn.
Eitt kort er með 1×100.000 sem er plastað en oftast ekki notað nema á kvöldin og ef þarf að breyta út af áætlun.

Hver maður finnur fljótlega hve langt skref er best að taka og renna eins langt í hverju skrefi og hægt er án þess að stoppa. Þotan togar í á ákveðnum tíma og best er að hún stoppi ekki, heldur haldi áfram að renna í hverju skrefi. Hér skiptir mestu að nýta orkuna sem best og hvert skref er vandlega skipulagt.
Stöðugt horfir maður á tærnar á skíðunum og passar að hitta í förin. Svo eru allir komnir í góðan takt og sama takt, þá gengur þetta hægt en örugglega.

Hvað er maður að hugsa? Því þegar takturinn er kominn, þá fara hugsanirnar af stað. “Hvað er ég að gera hér?” “Get ég þetta?” “Af hverju er ég ekki bara heima hjá fjölskydlunni?” Eða þegar vel gengur. “ Vá hvað þetta gengur vel hjá mér” “Vissi ekki að ég gæti þetta” “Nú get ég allt” “Þetta er lífið ” “Af hverju erum menn með áhyggjur heima hjá sér” “Hvers vegna eru menn að flækja svona lífið“ “þetta sem við erum að gera skipti öllu máli” “Grunnþarfir” “Búin að læra þær upp á nýtt”
Með hverjum meter verð ég ánægðari með snjálfan mig og ró og yfirvegun er það sem stýrir öllu.
Hugurinn leita því næst til nánustu fjölskyldunnar og hvað ég ætla að gera þegar ég kem heim.

Lunch stopp. Loksins. 30 mín stopp til að maula nesti og drekka heitt af hitabrúsum. Algerlega er bannað að drekka kalt eða smakka á snjó. Hér er talað saman um hvort stefna sé ekki rétt? Hvað eru komnir margir km í dag og hverjar gætur verið væntingarnar. Skoða þarf hælsæri og ef eitthvað hefur bilað. 30 mín eru fljótar að líða.
Aftur allir í takt, fram undir myrkur.

Vonandi komumst við í skála í dag. Sparar fullt af tíma.

Posted on mars 28, 2016, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: