Dagur 12. Hvíldardagur í Nýjadal

Dagur 12. Nýidalur
Heyrði í Hallgrími kl 13:00 í dag í Nýjadal.

Dagurinn í gær var mjög mjög langur og erfiður.20 tíma gangur. Þegar var komið fram undir myrkur reyndu þeir að þoka sér niður í gilið og ofan í Nýjadal.
Þegar þeir voru komnir nánast alla leið var áin opin og lokaði gilinu.
Nú urðu þeir að spila þoturnar og farangurinn beint upp á suður gilbarminn.
Það tók margar klst. Frostið var um – 22 gráður og logn og tunglskin.
Uppi á hálsinum var snjólaust eða frostnir melar sem fóru ekki vel með skíðin og þoturnar.
Þeir fóru því eins fljótt ofan í dalinn og hægt var.
Eftir það var leiðinn greið.

Nýidalur. Mikil vonbrigði að ekki er hægt að kynda skálann því hann er bæði olíulaus og gaslaus. Þannig að það gengur hægt að þurrka.
Lítill snjór er í og við Nýjadal.

Kl 17: 00 Nýidalur.
Þeir fóru í dag í könnunarleiðangur til að athuga með snjó og finna snjólænur til að flýta fyrir á morgun.
Spáin er góð fyrir Nýidalur – Hofsjökull.

Posted on mars 29, 2016, in Uncategorized. Bookmark the permalink. Færðu inn athugasemd.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: