Leiðangursmenn

Leiðangursmenn

Hallgrímur Örn Arngrímsson

Hallgrimur

Hallgrímur er meðlimur í Hjálparsveitskáta í Garðbæ og uppalinn í ferðmennsku. Hann er jarðverkfræðingur að mennt og vinnur hjá Sweco í Noregi við mannvirkjahönnun. Á sínum yngri árum var hann virkur í skátastarfi, hjálparsveit med mikilli útivist og ferðalögum. Gönguskíðaferðir voru vinsælar á þeim árum. Með skóla starfaði hann sem guide og síðan leiddist hann út í klifursportið. Hann er einn af stofnendum Klifurfélags Reykjavíkur sem rekur Klifurhúsið og var formaður fyrst 3 árin. Hann hefur klifrað víða innanlands sem og erlendis. Síðust árin hafa utanvegarhlaup verið í uppáhaldi.

Hallgrímur er einnig hugmyndsmiður og hönnuður ísgangnanna í Langjökli, www.intotheglacier.is.

Óskar Davíð Gústavsson

myndOG

Óskar Davíð Gústavsson er 49 ára og félagi í Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík. Hann hefur undanfarin ár stundað útivist af miklum móð. Má þar nefna fjallaskíðaiðkun hér á landi, í Austurríki og Ítalíu, fjallahjóla- og gönguferðir. Hann segir það verða skemmtilega áskorun að ganga á skíðum yfir flata jökla á hálendi landsins.

Eiríkur Örn Jóhannesson

IMG_2649 copyEiríkur er 30 ára og er meðlimur í Hjálparsveit Skáta í Garðabæ. Hann er alinn upp í ferðalögum og mikið á fjöllum. Hjálparsveitarstarfið byrjaði um leið og tilskyldum aldri var náð og tóku þar við allar tegundir af ferðalögum, gangandi, á gönguskíðum og tækjum. Eiríkur hefur skipulagt og verið í farastjórn í mörgum stórum jöklaferðum og einnig farið fyrir bílaflokk sveitarinnar í nokkur ár. Hann er að klára nám í Jarðeðlisfræði og vinnur sem leiðsögumaður og bílstjóri hjá Ísgöngunum á Langjökli.

Hermann Arngrímsson

IMG_7685 copy

Hermann Arngrímsson er 34 ára og er félagi í Hjálparsveit Skáta í Garðabæ. Hann vinnur sem sérfræðingur í mælitækjum hjá Veðurstofu Íslands. Hermann er reyndur sleða- og jeppabílstjóri sem hefur tekið þátt í margskonar verkefnum á hálendi og jöklum landsins. Innan björgunarsveitarinnar hefur hann lengst af starfað með Sleðaflokki og stýrði flokknum m.a. til nokkurra ára. Hermann stundar gönguskíði og snjóbretti en á síðustu misserum hefur fjallaskíðamennska átt hug hans. Hermanni hlakkar til að takast á við það stóra verkefni að ganga yfir jöklana þrjá.

%d bloggurum líkar þetta: