Leiðin

leiðin

Gönguleiðin 2016

Leiðin sem valinn er fyrir leiðangurinn er rúmir 300 km í loftlínu. Gróflega er áætlað að gengið verðu ca. 350-400 km. Áætlað er að klára ferðina á rúmum tveimur vikum.

Á fyrsta degi verður flogið austur á Egilstaði kl 7:30 frá Reykjavík og ekið upp á Fljótsdalsheiði.

Fyrsti náttstaður verður annaðhvort í Laugafells- eða Snæfellsskála en það fer eftir færð og veðri.

Gert er ráð fyrir að það þurfi að sitja af sér óveður í einhverja daga. Einnig er gert ráð fyrir 2-3 hvíldardögum í skálum til að hvílast og þurrka útbúnað.

Vistir verða lagðar út í Nýjadal og á Hveravöllum.

Ferðin endar með samkomu í Ísgöngunum í Langjökli en líkur formlega við jöklurönd norðan við Geitlandsjökul.

Dagur Náttstaður
1 Laugafell-skáli
1 Snæfell-skáli
2 Brúarjökull
3 Vatnajökull
4 Vatnajökull
5 Grímsfjalla-skáli
6 Vatnajökull
7 Köldukvíslarjökull
8 Nýidalur (vistir)
9 Þjórsárjökull við rönd
10 Sáta
11 Hveravellir-skáli (vistir)
12 Fjallkirkja-skáli
13 Langjökull toppur
14 Geitlandsjökull
%d bloggurum líkar þetta: