Útbúnaður og matur 2016

IMG_0223

Búnaður fyrir einn:

 • Púlka
 • Bakpoki 90L
 • Gönguskíði – Salomon XADV
 • Skíðaskór úr leðri
 • Snjósokkar
 • Skíðastafir
 • Skinn á skíði
 • Lítill dagpoki 30L fyrir dót yfir daginn eða mittistaska
 • Svefnpoki, dúnn eða fíber
 • Hlífðarpoki fyrir svefnpoka
 • Ál undirlag
 • Einangrunardýna
 • Dýna loft
 • Klifurbelti
 • Karabínur og prússík
 • Mannbroddar
 • Kite 3,0 m2
 • Skófla
 • Skaflasög 1 stk
 • Snjóflóðastöng
 • Snjóflóðaýlir
 • Plastflaska
 • Hitabrúsi 1
 • Hitabrúsi 2
 • GPS-tæki
 • Jöklasólgleraugu, Sólarvörn, Skíðagleraugu
 • Myndavél, Videóvél
 • Vasahnífur
 • Höfuðljós
 • Áttaviti
 • Sími
 • Rafhlöður
 • Tannbursti, tannkrem, pappír, Lítið handklæði, Eyrnatappar, snyrtidót
 • Persónulegur búnaður, lesefni, spil, tónlist, dagbók eða annað til dægrastyttingar

Fatnaður á göngu:

 • Undirföt, ullarsokkar, þunn peysa, Þykk flíspeysa, göngubuxur, utanyfirjakki, utanyfirbuxur, Húfa, lambhúshetta, vettlingar, utanyfir vettlingar, Legghlífar, Dún- eða fíberúlpa.

Auka fatnaður:

 • Undirföt, flís buxur, auka flíspeysa þunn, aukapeysa þykk (ull), 4 pör af ullarsokkum, 2-3 pör ullar/flís vettlingar.

Búnaður sameiginlegt:

 • Tjald nr. 1 , tjald nr. 2
 • Prímus nr.1 , prímus nr.2,  prímus nr.3
 • Bensín/olía, pottar og pönnur
 • Landakort af leiðinni 1:50.000
 • Irridium sími
 • Göngulínur, 2 stk, 30m
 • Ísexi 3 stk
 • 6 stk ísskrúfur og prússikk
 • Karabínur
 • Talstöðvar, tetra 2 stk
 • Spot-tæki
 • Rafhlöður og hleðslutæki
 • Auka skíði og auka framenda á skíði
 • Auka stafi 4 stk
 • Viðgerðarsett
 • Sjúkrabúnaður

Matur

„Það er enginn matur vondur nema lítill matur“ er gjarnan haft á orði í lengri ferðum. Í þessari ferð er áætlað að orkuþörf göngumanna verði á bilinu 5 til 6 þúsund hitaeiningar á dag. Dagarnir verða langir og því mikilvægt er að sá matur sem er valinn í svona ferð uppfylli nokkur skilyrði. Hann þarf að vera orkumikill, lystugur og helst einnig léttur. Það er erfitt að ná að sameina þessa þætti og því höfum við sett saman matseðil sem er orkumikill og fjölbreyttur. Við munum setja út birgðir í Nýjadal og á Hveravöllum svo við munum leyfa okkur einhvern munað á leiðinni.

Svo allir fái eitthvað við sitt hæfi var ákveðið að morgun- og kvöldmatur skyldi vera sameiginlegur. Það er líka nauðsynlegt til að lágmarka eldunartíma. Millimál mun hver leiðangursmaður velja við sitt hæfi. Hér er sýnishorn af matseðli fyrir einn dag:

Morgunmatur: Múslí með eplum og jarðaberjum í heitu vatni. Gjarnan bragðbætt með smjöri. Te í miklu magni.

Millimál: Feitar pylsur. Flatkökur með smjöri, osti, reyktri skinku eða hangikjöti. Harðfiskur með smjöri. Súkkulaði, súkkulaði rúsínur, hnetur eða annað orkumikið og gott nesti sem magi viðkomandi þolir vel.

Kvöldmatur: Feitar pylsur, svínasíða að hætti Austurríkismanna og ostar í forrétt. Súpa. Þurrmatur framreiddur í girnilegum umbúðum.

Mikilvægt er að huga vel að vatnsþörf líkamans. Hún er mikil yfir daginn og gríðarlega áríðandi að sinna þeirri þörf jafnt og þétt.

ALPARNIR_Islensku.ai

%d bloggurum líkar þetta: