Author Archives: yfirjoklana3

Leiðangri lokið

Eftir að hafa kannað snjóalög á Sprengisandi og Kili úr lofti er ljóst að ekki verður haldið lengra að þessu sinni. Snjór er því miður með minnsta móti á þessum stöðum miðað við árstíma. Á næstu dögum munum við setja inn ljósmyndir og myndbönd úr ferðinni yfir Vatnajökul sem þið hafið vonandi gaman af. Meðfylgjandi myndir sýna stöðuna á Sprengisandi 30. mars frá horf Nýjadal í áttina að Hofsjökli. Við þökkum öllum þeim sem hafa fyllst með okkur í gegn um þetta ævintýri.

Snjólétt hálendi

Arnar Þór frá HSSG kom í heimsókn til okkar í dag á Cessnu 180 á stærri dekkjum. Tekið var útsýnisflug yfir Sprengisand og Kjöl. Það varð ljóst að erfitt yrði að þræða sig að Hofsjökli og en erfiðara að finna snjó á Kili. 

Dagur 13 Sprengisandur

Dagur 13. 30.mars En í Nýjadal. Könnunarflug og nýjar þotur.

Ein þotan er verulega löskuð eftir eftir mikinn grjótdrátt og önnur skemmdist í hýfingum upp úr gilinu.

Leifur FBSR hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum er búin að lána nýja þotur og Arnar Þór HSSG var klár til að fljúgja með í gær, en hugmyndin var líka að hann myndi fljúgja yfir Sprengisand í leiðinni og finna út hvernig snjóalögin væru. Gott verður er hjá þeim en éljagangur í Rvík lokaði þessu möguleika í gær. Verið að skoða þetta núna í morgunsárið.

Arnar þór HSSG, Óskar FBSR, Halli HSSG, og Hermann HSSG eru systkynabörn, sem sagt allt frændur. Eiríkur Örn er í HSSG.

Félagarnir sem hýrast í köldum skála F.Í. standa frammi fyrir því að taka allt á bakið núna og þramma Sprenigsand.
Með 60 kg er það útilokað. Það þarf að skera það niður í 25- 30 kg. Ég held að þessi menn séu ekki tilbúnir til að taka þá áhættu?

Vara liðið í Rvík er standby, Valdi rakari FBSR, Addi FBSR, Elli FBSR, og fl, og verður tilbúið að setja 46” undir þoturnar þeirra ef að þess verði óskað.

Skamstafannir standa fyrir það í hvað björgunarsveit viðkomandi er: FBSR : Flugbjörgunarsveitinn í Reykjavík.
HSSG: Hjálpasveitinn í Garðabæ.

Meira seinna í dag.

Addi
Arngrímur Hermannsson

Dagur 12. Hvíldardagur í Nýjadal

Dagur 12. Nýidalur
Heyrði í Hallgrími kl 13:00 í dag í Nýjadal.

Dagurinn í gær var mjög mjög langur og erfiður.20 tíma gangur. Þegar var komið fram undir myrkur reyndu þeir að þoka sér niður í gilið og ofan í Nýjadal.
Þegar þeir voru komnir nánast alla leið var áin opin og lokaði gilinu.
Nú urðu þeir að spila þoturnar og farangurinn beint upp á suður gilbarminn.
Það tók margar klst. Frostið var um – 22 gráður og logn og tunglskin.
Uppi á hálsinum var snjólaust eða frostnir melar sem fóru ekki vel með skíðin og þoturnar.
Þeir fóru því eins fljótt ofan í dalinn og hægt var.
Eftir það var leiðinn greið.

Nýidalur. Mikil vonbrigði að ekki er hægt að kynda skálann því hann er bæði olíulaus og gaslaus. Þannig að það gengur hægt að þurrka.
Lítill snjór er í og við Nýjadal.

Kl 17: 00 Nýidalur.
Þeir fóru í dag í könnunarleiðangur til að athuga með snjó og finna snjólænur til að flýta fyrir á morgun.
Spáin er góð fyrir Nýidalur – Hofsjökull.

Nýidalur (Jökuldalur)

Kl 13:00 komu þeir niður af Vatnajökli eftir 11 daga ferðalag. Þar af 6 nætur í tjaldi á jökli og 1 nótt á göngu.
Kl 15:00 stoppuðu þeir við Kölduhvísl.
Kl 17:00 var síðasta hækkunnin upp úr Vonarskarðinu úr 900 m í 1200 metra.
Kl 21:00 eftir 12 tíma ferð og 20 km , þá eru þeir að leita af réttu leiðinni niður í Nýjadal.
Komið er myrkur, en tunglbjart og logn.

Þeir stoppa við að leita að gildrögunum niður í Nýjadal frá kl 21:00- 23:30. Þá taka þeir rás með suðurhlíðinni og halda sig upp á hálsinum,
sem var þeirra vara plan ef þeir finndu ekki leiðina niður gilið.

Eru núna á góðir ferð kl 01:00 aðeins norðar í hálsinum sem liggur suður með Nýjadal.
Komnir fram hjá giljunum og öllum torfærum núna. Gætu látið sig gossa niður í dalinn.?
Þetta er svaka langur dagur að verða. Komnir á auðan snjó, en samt 6 km eftir í Nýjadal.
Þeir eru ekki af baki dottnir þessir drengir.

Dagur 11. 28. mars 2016. Vatnajökull – Vonarskarð – Nýidalur

Dagur 11. 28. mars. Vatnajökull – Vonarskarð – Nýidalur.

Nú er að hitta rétt niður í Vonarskarð. 10 km leið. Fyrir ofan Köldukvísl vonandi frosin.
Mikilvægt að halda hæðinni til að létta okkur að komast í gilinn innst í Nýjadal og síðan í skálann. 28 km. Það er slatti í dag.
Þurfum að hafa skyggni til að komast það.
Vonandi þurfum við ekki að klöngrast yfir Skrauta og “Ógöngur”.

Dæmigerður dagur á göngu.

Þegar morgunverkin eru búin eru vonandi allir tilbúnir á sama tíma, helst ekki seinna en 9:30.
Menn eru vel klæddir en vita það að við fyrstu skiptingu er stoppað til að fækka fötum, þá ætti rétta hitastiginu að vera náð.
Mikivægt er að allir geri það í einu.
Ef síðasti stoppar einn og tapar 50- 60 skrefum getur það tekið 30 mín og mikla orku að ná hópnum aftur.
Allir stoppa í einu og halda hópinn.
Skipting er oft þannig að: Fyrsti maður gengur fyrstur og riður og þjappar snjó í 30 mín, þá er kallað “skipta“ og hann stoppar og lætur hópinn ganga fram hjá. Þar með orðinn aftastur, svo koll af kolli.
Ef skyggni er slæmt verða allir að stýra fyrsta manni. Aftasti maður á bestan mögulega á að stýra, horfir eftir línunni og hrópar “vinstri” “hægri” “beint” ef verið væri að rétta fremsta mann af. Allir taka þátt í þessu til að halda leiðinni sem beinastri.
GPS tækin eru svo til staðfestu á að allt er rétt gert. Þar er búið að setja leiðarpunktana inn.
Eitt kort er með 1×100.000 sem er plastað en oftast ekki notað nema á kvöldin og ef þarf að breyta út af áætlun.

Hver maður finnur fljótlega hve langt skref er best að taka og renna eins langt í hverju skrefi og hægt er án þess að stoppa. Þotan togar í á ákveðnum tíma og best er að hún stoppi ekki, heldur haldi áfram að renna í hverju skrefi. Hér skiptir mestu að nýta orkuna sem best og hvert skref er vandlega skipulagt.
Stöðugt horfir maður á tærnar á skíðunum og passar að hitta í förin. Svo eru allir komnir í góðan takt og sama takt, þá gengur þetta hægt en örugglega.

Hvað er maður að hugsa? Því þegar takturinn er kominn, þá fara hugsanirnar af stað. “Hvað er ég að gera hér?” “Get ég þetta?” “Af hverju er ég ekki bara heima hjá fjölskydlunni?” Eða þegar vel gengur. “ Vá hvað þetta gengur vel hjá mér” “Vissi ekki að ég gæti þetta” “Nú get ég allt” “Þetta er lífið ” “Af hverju erum menn með áhyggjur heima hjá sér” “Hvers vegna eru menn að flækja svona lífið“ “þetta sem við erum að gera skipti öllu máli” “Grunnþarfir” “Búin að læra þær upp á nýtt”
Með hverjum meter verð ég ánægðari með snjálfan mig og ró og yfirvegun er það sem stýrir öllu.
Hugurinn leita því næst til nánustu fjölskyldunnar og hvað ég ætla að gera þegar ég kem heim.

Lunch stopp. Loksins. 30 mín stopp til að maula nesti og drekka heitt af hitabrúsum. Algerlega er bannað að drekka kalt eða smakka á snjó. Hér er talað saman um hvort stefna sé ekki rétt? Hvað eru komnir margir km í dag og hverjar gætur verið væntingarnar. Skoða þarf hælsæri og ef eitthvað hefur bilað. 30 mín eru fljótar að líða.
Aftur allir í takt, fram undir myrkur.

Vonandi komumst við í skála í dag. Sparar fullt af tíma.

Dagur 10. Tjaldbúðir á jökli. 27. mars

Tjaldbúðir á jökli í gær og í dag. Veðurdagur.

Dagur 10. 27. mars, 20m/sek, NA snjókoma, skyggi ekkert. Höldum kyrru fyrir í 1363 metra hæð.
5. nóttin í tjaldi á Vatnajökli og 6. nóttin framundan.

Dæmi gerð tjaldbúðarvinna:
Hætta að ganga áður en það kemur alveg myrkur og menn verða að eiga orku eftir til að gera góðar tjaldbúðir.Fara af skíðum strax í snjósokka, til að fætur kólni ekki.
Stinga skíðum og stöfum strax í snjóinn. Allt sem lagt er frá sér hverfur í snjóinn á stuttri stund. Allir fara í það að koma tjaldhimninum upp, því það ríður mest á því að byrja að bræða snjó. Eftir svona dag þarf að minnsta kosti 2 lítar á mann og til að elda.

Tveir eru því að undirbúa matinn og eldhústjaldið. Áður en það er tekið fram er sett í það líflína og festa, svo vindurinn taki það ekki út í buskann. Mokað er upp úr miðju gólfinu þannig að hægt er að sitja á móti hverjum öðrum við að matast.
Tveir byrja strax að gera skjólvegg. Alltaf skal gera skjólvegg, því enginn nennir eða hefur orku í að fara á fætur um miðja nótt til að halda niðri tjaldinu. Þess vegna þarf að skera snjóblokkir með skóflu eða íssöginni. Veggurinn verður að vera 1,5 m hár. 8 metra langur og í 5-6 metra fjarlægð frá tjöldum, að sjálfsögðu í vindáttarstefnu. Þetta er mikil vinna en borgar sig alltaf á endanum. Snjókögla þarf að setja á allar snjóskarir. Síðan er hinu tjaldinu tjaldað og matur fljótlega tilbúin upp úr því.
Þegar menn hætta að hreyfa sig, þá verður að bæta á sig fötum. Opna þarf þotuna án þess að allt fyllist af snjó og vera fljótir að ná í það sem þarf.

Þegar verið er í skafrenningi að vinna í þessu, eru allir með snjógleraugu, en þetta hindra oft sýn og menn eru að detta um stögin á tjöldunum og hætt við að lenda á skíði sem er notað sem stag og brjóta það.

Nú er ánægulegasti tími dagsins. Allir sitja saman og kokkurinn skammtar mjög svo jafnt af matnum á millir allra. Allir eru óseðjandi. Búið að reikna út kalóríu þörf og ekki er neitt umfram það í boði 😦 Mikið þarf að drekka og drekka. Fljótlega koma menn sér fyrir í hinu tjaldinu og eldhústjaldinu er breytt í svefntjald. Muna að pissa áður, og allir á sama stað svo ekki verður misskilningur. Pissuflöskur eru teknar með í svefnpokann. Ganga þarf þannig frá skóm að þeir séu vel opnir, því þeir frjósa eða sumir taka þá með í svefnpokann.
Nú verður innra tjaldið að lofta, svo að rakinn komist út. Annars hrímar tjaldið og fer að snjóa ofan á svefnpokana. Ekki má skafa inn í ytra tjaldið. Sumir eru með poka utan um svefnpokann til að varna þessu, en það getur heft öndun svefnpokans sem verður þá rakur. Alltaf það sama að ekkert má blotna. Sumt er því pakkað í plast og aftur í plast svo alltaf sé til eitthvað þurrtt. Ganga þarf frá öllum búnaði þannig að hann hverfi ekki undir snjó yfir nóttina. Þetta tekur 3-4 klst.

Gott er að komast í poka og allir sofna strax gjörsamlega uppgefnir, en vitandi að vera í góðu öryggi yfir nóttina.

Næsta morgun er það það fyrsta að koma snjóbræðslunni í gang. þannig að það lendir á þeim sem eru í eldhústjaldinu að byrja. Þá er mjög svo þunnur hafragrautur með miklum púðursykri oft uppistaðan. Mikið te eða kako, brauð og pylsur, hrökkbrauð.
Hita þarf á alla kaffibrúsa heitt vatn til að nota yfir daginn og gera lunch pakka. Þá þarf að pakka öllu vel og í réttri röð. Þetta tekur alldrei minna en 2- 3 klst.

Framundan á morgun er: 10km niður á jökulrönd norður fyrir Köldukvísl, vonandi lokuð svona ofalega eða 16 km að hverunum í Vonarskarið sem er gott kennileiti, passa að missa ekki hæð, og síðan að beyja inn í gilkjaftinn á Nýjadal (jökuldal) + 12 km í skála. Dagleiðinn í skálan gæti orðið 28 km. Til vara að fara upp á suðuröxlina á dalnum.

Arngrímur Hermannsson
Addi

ICE Ltd / ICE 8X8 ehf.
ice
Alftaland 17
Reykjavik
Iceland
Tel: +354 893 5500
www.adventure.is
facebook: ice explorer

Köldukvíslarjökull

Vatnajökull að klárast. Þegar við sáum landslagið á Sprengisandi kættust allir. Við tjölduðum 10 km frá jökuljaðri í gær á Köldukvíslarjökli eftir 20 km gang. Algjör lúxus að vera í 3G sambandi hér sem við fáum frá Skrokköldu. 

Núna er ekkert ferðaveður því höfum við það bara huggulegt í tjöldunum í dag. 

26.mars Köldukvíslarjökull kl 16:00

Félagarnir sjá fyrir endan á að þvera alla Vatnajökul. Eru núna í 1500 m hæð og komnir að upptökum Köldurkvíslarjökuls.
Náðu fyrir stuttu sambandi núna áðan kl 15:50.
Eru búinir að vera í skrafrenningi og blindu núna í tvo daga, frá því að þeir lögðu af stað frá Grímsfjalli.
10-15 m/ sek gefur skarfreinning beint í fangið. Gengnu tæplega 20km í gær. Í morgun biðu þeir í tjöldunum til hádegis.
Er nú þegar komnir 12 km núna kl 16:00 þannig að þeim miðar vel.
Eru orðnir mjög leiðir á öllum þessum skafrenningi en finna að nú fer að halla undan, niður Köldukvílarjökulinn.
Ætla sér að komast af jöklinum í dag niður í Vonaskarð sem er í c.a. 800m hæð. Eiga sammt 16 km eftir þangað.
Það er allt annað veður þar, en uppi á jöklinum.
Þetta verður flottur áfangi ef þeir klára það í dag.

Addi.
Arngrímur Hermannsson
addi

Grímsfjall- Köldukvíslarjökull

Screen shot 2016-03-25 at 2.10.28 PMTrakkið sýnir þá félaga yfirgefa skálann á Grímsfjalli kl 10:10. Ef 27 tíma hvíld. Það má ekki minna vera eftir það sem er á undan gengið.Markmiðið er að klára Vatnajökulinn næstu 2 daga. Þetta eru í beinni göngulínu eitthvað um 45 km.
Góð dagleið er þetta 20-30 km með þessa þyngd sem þeir eru með . Allt um fram það er rosa gott, en kemur oftast niður á næsta degi.
Núna kl 12:00 eru þeir við Svíahnjúk vestari búnir með 4 km á 2 tímum. Fljótlega taka þeir 2 beygjur í Norð Austur.
Þá þurfa þeir að skauta fram hjá Kötlunum, en hafa Kerlinguna og Hamarinn sem þeir sjá fljótlega vestur af.
Allt er þetta í 15-1600 metra hæð. En eftir 30 km eru þeir í 1500 metrum, og byrja að lækka sig niður Köldukvísarjökulinn. Þá verða þeir mjög hamingjusamir.
Seint í gær heyrði ég í þeim og þeir vildu lítið gefa upp um nánara ástand á mannskappnum, en fannst sem einhverjir væru að glíma við fótasæri. Þó þeir hefðu viljað hvíla meira, þá ætla þeir ekki að láta þessa veðurspá líða frá sér.
Í 1500 metra hæð þá má ætla að ef frostmark er við sjávarmál þá fellur hitastig um c.a. 0,8 fyrir hverjar 100 hækkun. Þannig er frostið sennilega hjá þeim um – 12

Arngrímur Hermannsson
addi

%d bloggurum líkar þetta: