Author Archives: yfirjoklana3

Grímsfjall hvíldardagur.

Hermann var að haf samband núna kl 13:03Þegar trakkið hvarf kl 05:00 nótt þá voru þeir að koma sér inn í skálan á Grímsfjalli.
Eftir 18 klst skíðagöngu og að minnsta kosti 40 km.

Þeir vissu að veður og skyggin yrði slæmt í dag og ákváðu að reyna að komast í skál.
Undirbjuggu sig vel. Í kverkinni var útbún kvöldmatur og drukkið mikið, því þeir vissu að brekkan myndi taka á.
Brattinn var svo mikill og þoturnar þungar að þeir sik sökkuðu upp hlíðinna, fet fyrir fet.

Nú eru þeir mjög svo ánægðir með, þessar ákvarðanir sínar, því nú sért ekki úr augum fyrir snjókomu.
Hermann: “Við eigum það skilið að hvíla í allan dag og hin og hin líka”

Nú er bara að hvíla og borða og borða meira, spáin er góð fyrir morgundaginn.
Þeir biðja fyrir kveðjur til allra, allir eru kátir eftir þennan áfanga sigur og létt yfir félögunum.
Heitar vöflur verða í boði með kaffinu á eftir.

Arngrímur Hermannsson
addi

Kl 05:00

Grímsfjalla skáli 350m ?????
Vantar skyggni til að klára þetta.
Nú er trakkið búið að vera á sama stað í 30 mín síðan 4.29. og kl er 05:00.

Er ekki alveg viss en sýnist þeir vera 350 metra frá skálanum. Búnir að taka mest alla hæðina.
Búnir að vera 16 tíma á göngu. Það er sko mikið meira en nóg.

Arngrímur Hermannsson
addi

Grímsfjall 18 kls 1600 m

Núna kl 03:30 hafa þeir endurreiknað stöðuna og taka 90 gráður beygju beint í Norður og upp.Þeir þurfa að hækka sig um 70 metra og það er bratt.
Þá eru þeir svona sunnan við skálan og fjallið til að vera öryggir.
Allar líkur á því að þeir komi að honum að vestanverðu, eða það sem betra er að þeir detta inn á spor, því lestir koma að skálanum þá leiðinna.
En 18 klst á gangi er eitthvað sem ég hef ekki prufað og þurfa að enda daginn í að klífa upp þessar brekkur.
Vonandi finna þeir skálan innan næstu 30. mín.

Arngrímur Hermannsson
addi

Grímsfjall við erum að koma

Grímsfjall. Við finnum þig.

Ótrúlegt. Þeir eru ekki hættir.
Nú tók spot trakkið svaka kipp.
Búnir með 5o m hækkun og og 500 metra.
Sama stefna og annað eins þá kless þið á skálann, þó þið sjáið ekki neitt. 30 min í viðbót. Þá er þetta komið.

Ritað af: Arngrími Hermannssyni

Grímsfjall? Skálinn?

Hvar er skálinn Grímsfjall?
Held að þið séuð 1000metra frá honum og 100 metra upp, í NWN.
Sennilega sjáið þið ekki neitt. Og verðið að hvíla. Fallnir á tíma eftir ótrúlegan dag. Verðið að hvíla . Sjáið skálan um leið og þið vaknið á morgun. Verður töfff að koma sér fyrir eftir svona dag. Og þvílík vonbrigði. En km er jafn góðir fyrir því.

Ritað af: Arngrími Hermannssyni

Grímsfjall í myrkri og blindu.

Grímsfjall í myrkri og blindu.
45mín leit skilar engu.
Nú eru þeir búnir að endurreikna staðsetninguna og komnir á nýja og mjög ákveðna stefnu. WWN. Og hækka sig. Dálítið töff að þurfa að gera það, en nauðsynlegt. Nú fer þetta að koma.

Ritað af: Arngrími Hermannssyni

Grímsfjall? Hvar er skálinn?

Trakkið sýnir að gengið er í hringi og verið er að leita. Sennilega eru tveir hjá farangrinum og tveir leita. Koma svo.

Ritað af: Arngrími Hermannssyni

Hvar er skálinn?

Spottið segir þá hafa farið mjög gætilega og er trakkið þvi nokkuð fyrir sunnan skálan. Kannski 1.8 km og nokkuð neðalega í hæð. Töpuðu hæð við að vera öruggir. Gæti tekið þá upp undir kl að finna skálann í þessum aðstæðum. Vonandi stefna þeir núna í NNW og finna skálann.

Ritað af: Arngrími Hermannssyni

Grímsfjallaskáli bíður

Núna fljótlega fara þeir að leita að Grímsfjallaskálanum í myrkrinu. Miklir skýabólstrar voru á Vatnajökli í dag.
Ekki er mælt með því að ver lengur á ferðinni en 8-10 tíma á dag. En dagurinn hjá þeim er nú þegar orðin 15 tímar. Sennilega hafa lagt yfir 40 km. Þeir hljóta að vera að gera sitt ýtrasta.
Skáli jöklarannsóknarfélagsins á eftir að taka vel á móti þeim félögum.
Nýa skálann bygguðum við 1982. Hann tók við af gamla skálanum frá 1953, sem er búið að gera upp. Þá er búið að ger gufubað, sem mun láta allar harðsperrur líða úr drengjunum. Nú bíð ég spenntur að sjá trakkið enda.
Ritað af: Arngrími Hermannssyni

Grímsfjall framundan

Nú paufast þeir áfram í myrkrinu upp fjallið. Markiðið er að komast í skála núna. Ekki fjórðu nóttina í tjaldi. Stefnan verður að vera rétt ef ekki á að fara illa.
200 metra hækkun upp öxlina og passa að fara ekki framaf, hömrumum niður í Grímsvötn. En það hefur hennt nokkra félaga okkar.
Hraðinn er jafn og þéttur,sem bendir til að allir eru í takt og ekkert hefur bilað.
Þegar ég sá þá heyfast aftur af stað kl 21:00. Þá fannst eins og þeir ættu möguleika á að ná í skála kl 01:00

Ritað af: Arngrími Hermannssyni

%d bloggurum líkar þetta: